logo

Storum afanga nad !

19 júní 2011

 Árið 2006, þegar allt var í efnahagslegum blóma á Íslandi og við Harpa með vasa bólgna af seðlum, þá kom Harpa með þá hugmynd að fara til útlanda og fara í áframhaldandi klassískt söngnám til Salzburgar. Við flýttum okkur að gifta okkur, héldum 6tugs afmælið hans Valda með fjölskyldunni og stungum af á vit ævintýrnanna.
 Þetta er búið að vera mikið og langt nám, og á stundum svo erfitt að við höfum verið á mörkum þess að ákveða að flytja aftur heim. En saman börðumst við í gegnum þá vinda sem blésu okkur gegn og eigðum alltaf takmarkið sem nú hefur náðst. Halldóra Björg hefur vaxið og dafnað og á tímabilinu fæddist okkur ótrúleg lítil manneskja sem var skýrð undir mjög erfiðum aðstæðum Matthildur. 
 
Harpa hefur á þessum tíma gengið í gengum mjög erfiða tíma söng og raddlega, komst inn í masternám við Óperudeild skólans 2007 og hefur síðan unnið markvisst að því að ljúka með ágætum. Hún söng aðalhlutverkið í "Dido og Eneas", söng hlutverk dritte dame í Töfraflautu Mozart´s og lauk nú á föstudaginn síðasta óperudeildarnáminu sem Popova í óperu Williams Waltons "The Bear" með glæsibrag. Hún byrjaði nám sitt við skólann hjá Prof. Mörthu Sharp, og náði miklum framförum á skömmum tíma.  Árið 2009 skipti Harpa yfir til Prof. Barböru Bonney eftir erfið ár raddlega og unnu þær mjög vel saman sem skiluðu sér í glæsilegum árangri við mastersverkefnin í ár.
 
Í sumar stefnum við á að taka upp hljómdisk með klassískum óperu aríum og erum einnig mitt í framleiðslu og upptökum á live video efni fyrir dvd, með sviðsupptökum og viðtölum við þá sem hafa unnið með henni, til undirbúnings og kynningar á Hörpu fyrir óperuhús og festivöl í evrópu. Við auðvitað vonum að við getum sagt ykkur stórar fréttir að sigrum hennar í óperuheiminum innan fárra ára, það verður okkar næsta markmið.
 
Innan tíðar verður sér linkur fyrir áhugasama með myndum og upptökum af Hörpu einnig að finna á þessarri síðu.
 
 
 
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn