Sound Post i sigurfor um landid
30 júlí 2011
Litla trioið okkar hjónanna Sound Post gerði stormandi lukka á stórum útitónleikum í Bad Gastein í liðinni viku.
Litla heimilislega jazz trioið okkar Sound Post hlaut feiknargóðar viðtökur þegar við spiluðum á úti jazz tónleikum í Merangarten í bad Gastein í liðinni viku. Við vorum reyndar ekki alveg jafn þrjú og við erum vanalega heldur fengum við Thorra Thorr til að tromma með okkur og urðum við það kvartett. Tónleikarnir tókust í alla staði mjög vel og í raun svpo vel að vilji minn til að taka upp efnið og gefa út hefur vaxið fiskur um hrygg og stefnum við ótrauð á að takak upp prógrammið en þó með tveimur mismunandi samsetningum, annars vegar Julian Urabl á gítar og hins vegar Lukas Kletzander á piano ásamt okkur Hörpu og Thorrinn kemur einnig til með að hafa sitt pláss á plötunni.
Við vonumst að sjálfsögðu rosalega mikið til að komast til Íslands á næsta ári og þá langar okkur að gera tónleika í Reykjavik og á Blönduósi með þessu efni og vonandi sama bandi, en þangað til, verða bara allir að bíða rólegir. sSsjáumst, Halli.
Leita:
Hvad er mYOUsic.is?
Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.