logo

Sound Post

 
 
 
Sound Post er jazz trio var stofnað í september 2010 utan um eigið efni Haraldar Gudmundssonar. Ásamt Haraldi á kontrabassa, er Julian Urabl á gítar og Harpa Þorvaldsdóttir syngur. Textarnir eru einnig allir eftir Harald. Sound Post leikur afar áheyrilegan og melodískan jazz, undir áhrifum frá jazz/pop söngkonum nútímans eins og Noruh Jones, Diane Krall og auðvitað
 
 
trio Ellu Fitzgerald og Sarah Waughn. Hljómsveitin leikur einnig fjölmarga þekkta jazz standarda úr amerísku jazzlaga hefðinni eða "the american songbook" eins og Misty, Autumn leaves, Someday my prince will come og fleiri. Sound Post hefur leikið fjölda tónleika í Salzburg frá stofnun og hefur einnig tekið upp fjögurra laga smáskífu (demo) til kynningar á hljómsveitinni.
 
contact og bókunar upplýsingar eru [email protected]
 
 
 
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn