logo
Klink og bjór demó by BaadRoots
 

Baad Roots

  
Klassískt jazz píano trio sem finnur sig einhverstaðar á milli EST og Bill Evans. Haraldur Guðmundsson kontrabassi og lagahöfundur, Dominik Wallner piano og Camillo Mainquee Jenny trommur. Nýjar lagasmíðar höfundarins líða melódískar af stað en fljúga af stað og umbreytast í áhugaverða jazz/rokk stemmningu í meðförum triosins. BaadRoots er titill lags sem samið var til heiðurs hins sérstaka Ameríska jazz pianista Thelonious Monk og ber mikinn keim af hans áhrifum. Einnig er átt við hina ólærðu jazzrætur meðlima þar sem enginn þeirra hefur klassískt jazznám að baki og síðast en ekki síst bendir BaadRoots til hinna eiginlegu róta meðlima sem eru all ólíkar og sérstæðar, höfundurinn Haraldur af óþokka víkingaættum, trommarinn af Argentínskum uppreisnarættum og pianistinn af austurrískum snapps bruggurum kominn, sem sagt vægast sagt really "bad roots".
 
[email protected]
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn