logo
Groundfloor music by Groundfloor

Groundfloor

Groundfloor var stofnuð af Ólafi Tómasi Guðbjartssyni, gítarleikara og söngvara og Haraldi Guðmundssyni í Reykjavík 2003. 2005 tók Groundfloor upp sína fyrsti smáskífu "Live zu hause" með Þorbjörn Þór Emilsson á trommur og Jón Óskar Guðlaigsson á trompet, ásamt gestum og er sú skífa uppseld. Sama ár gekk hljómsveitin tók hljómsveitin upp efni fyrir breiðskífuna "Bones" sem kom ekki út fyrr en 2008 með sömu meðlimum innanborðs. 2006, flutti Ólafur til Danmerkur og Haraldur til Austrurríkis og hljómsveitin kom Bones í sölu í Salzburg í Austurríki og hlaut góðar viðtökur. 2009 fór Groundfloor í vel heppnaða tónleikaferð til Austurríkis, Þýskalands og Ítalíu og tók upp efni fyrir nýju breiðskifu sveitarinnar með nýjum meðlimum. Þorvaldur Þorvaldsson á trommur, Harpa Þorvaldsdóttir á píano og Julia Czerniawska á fiðlu léku inn á plötuna "..this is what´s left of it" sem kom út í Janúar 2011. Í febrúar sama ár hélt Groundfloor í stutta tónleikaferð til austurríkis. Fyrstu viðbrögð áheyrenda við ".. this is what´s left of it" hafa verið mjög jákvæð á Íslandi og erlendis og hafa gagnrýnendur sagt að Groundfloor sé eitt af 5 áhugaverðustu hljómsveitum ársins 2011 og "það besta sem hefur komið út á Íslandi í langan tíma" var fyrir sögn á tónlistarvefnum rjóminn.is
 
[email protected]
 
  
 
 
 
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn