logo

Kennsla

Megin inntak hugmyndafræði kontrabassakennslu minnar liggur í því að nemandinn eigi fyrst og fremst að hafa gaman af því að spila tónlist. Kennslustundin er 45 mínútur eða klukkustund, og er henni skipt niður í þrjá hluta, 1. fingrasetningar, staða og tónmyndun, 2. tónskalar, brjóta hljóma og æfingar með boga, 3. spila lög, stef og laglínur. Ég legg ekkert upp úr nótnalestri eða bakgrunn í tónlist, ég trúi því einfaldlega, og kenni eftir því, að hver og einn eigi og geti lært á það hljóðfæri sem hann sjálfur óskar sér og fengið kennara til að aðstoða sig á þeirri braut sem hverjum og einum hentar. Ég hef sama markmiðið við alla mína nemendur, að þeir geti farið að spila sem fyrst og hafi gaman af því að koma í tíma og ná framförum á kontrabassa. Við kennsluna hef ég annað hljóðfæri fyrir nemendur svo ekki er nauðsynlegt að eiga sinn eigin bassa, það hljóðfæri er einnig hægt að fá lánað heim í vikutíma í senn, án endurgjalds, sem nýtist vel fyrir þá sem vilja prófa.
 

 

Stakir tímar;

60 min kostar 30 €
45 min kostar 25 €
 
ef keyptir eru 4 tímar í senn kostar það
60 min * 4 - 100- €
45 min * 4 - 80- €
+ virðisaukaskattur
 
Ég kenni heima hjá mér í miðborg Salzburgar en ég get líka komið til nemenda, en þá bætist sá kostnaður skiljanlega ofan á áður uppgefin verð.
 
samband:
 
[email protected]
tph 0043 (0)676 9156143
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn