logo
 

Haraldur Gudmundsson

 
 
 
 
 
 
 Fæddur 1977 á Blönduósi, Íslandi. hóf að leika með hinum ýmsu rokksveitum héraðsins um 15 ára aldur, 17 ára til 22 ára ferðaðist og vann sem trúbador um Ísland ásamt að leika á rafmagnsbassa með ýmsum öðrum smærri hljómsveitum. Lærði einn vetur jazz á gítar í Gítarskóla Íslands, hóf nám 27 ára við Tónlistaskóla FÍH 2004, á kontrabassa. Einkanám í tvö ár(2004- 2006) hjá Þórði Högnasyni, samhliða námi við FIH hjá Birgi Bragasyni og Jóni Rafnsyni. 2006 fluttist til Salzburgar í Austurríki og hóf þar fljótlega að nema á kontrabassa hja Alexander Meik og spila með ýmsum ólíkum verkefnum, Þar á meðal Ensemble Úngút, Miriam Acoustic Group og fleirum. Ásamt session vinnu í Salzburg hefur Haraldur ásamt Ólafi Tómasi Guðbjartssyni starfrækt hljómsveitina Groundfloor frá árinu 2003 og leikið fjölda tónleika í Austurríki, þýskalandi og Ítalíu. Á seinustu árum hefur Haraldur einnig tekið upp kennsku á kontrabassa þar sem hann leggur megináherslu á spilaánægju, eigin hljóm og frumkvæði. Á árinu 2010 stofnsetti Haraldur tvö mismundandi trio utan um tónsköpun sína, BaadRoots og Sound Post.
 
 
Á þessarri síðu má finna öll helstu verkefni Haraldar, Groundfloor, Baad Roots, Ensemble Úngút, The Gershwin project ásamt upplýsingum um kennslu og session verkefni og á síða þessi að vinna sem umboðsíða hans, þar sem hægt er að hafa samband, hlusta á tóndæmi, skoða myndir, upplýsingar um hljóðfæraskipan verkefna, sjá video og upplýsingar til bókunnar passlegra samsetninga og annars.
 
[email protected]
 

Hvad er mYOUsic.is?

Heimasíðan mYOUsic.is er síða Haraldar Guðmundssonar, kontrabassaleikara og hljómsveitanna Groundfloor, Soundpost og Baadroots sem hann spilar í. Haraldur starfar í Austurríki og víðar í mið-Evrópu og þar hafa allar hljómsveitirnar komið fram.  

Myndasöfn